Færsluflokkur: Bloggar

Að sama tíma að ári.

Já núna er ekki gaman að vera Helena:( en þannig eru nú mál með vexti að ég hef búið í blómabænum Hveragerði undanfarin ellefu ár og verið alsæl með það fyrir utan eitt vandamál já aðeins EITT!! veit ekki hverju eða hverjum ég get kennt um það.Þannig er nú málið að þegar það fer að halla í sumardaginn fyrsta fer um mig tilhlökkunar hrollur því það er svo margt um að vera hér í bæ á þessum degi:).Nú í ár átti Eden stórafmæli 50 ára, já bara eldra en ég:)en í tilefni dagsins var boðið upp á ís og fl.Það var frítt í sund og ýmiskonar leikir í boði einnig var hægt að fara eina salíbunu á köðlum yfir Reykjafoss,opið fyrir almenning upp í Garðyrkjuskóla og fl.og fl.
Jæja en hvað er málið?????jú málið er það að ég hef aldrei getað tekið þátt í fjörinu því það skal alltaf eitthvað koma uppá þennan dag Grrrrrrrrrrrr já í ellefu ár,en nú í ár var ég mjög spennt því ég hef verið að fikta við ljósmyndun ,svona áhugamál sem ég hef mjög gaman af og hafði gert mér vonir um að ná fullt af góðum myndum enda mín komin með flottar græjur.
'A þriðjudaginn keirði ég dóttir mína og vinkonu hennar upp á völl en þær voru að fara í skólann sinn í Ameríku eftir tveggja vikna heimsókn hér á klakanum.'A heimleið frá Keflavík fór ég að hugsa um hvílík vitleysa hafi nú verið hjá okkur hjónunum að selja stóra Toyota Landcruser 100 jeppann okkar og fá okkur jeppling:( en jú er ekki verið að ráðleggja fólki að draga saman.
'Eg hringdi í manninn minn og sagði honum að ég gæti ekki verið lengur á þessari dós þar sem ég væri með ónýtan skrokk eftir margra ára hestamennsku og slysum,sem betur fer er ég hætt að leika mér að matnum en orðin snillingur í hrossa gúllasi,hrossa pottréttum,folalda já ekki meira um það.
Þegar ég komst loksins heim í Blómabæinn minn þá hafði ég að staulast eins og níræð kelling út úr bílnum og inn,hvílík sæti í þessum bíl,ég var ákveðin í að fá mér AMERISKAN lúksus jeppa með lasy boy stólum.
'A miðvikudags morgni vaknaði ég með hita,hálsbólgu og beinverki,á SUMARDAGINN FYRSTA!!!lá ég alveg bakk með yfir 40 stiga hita:( er nú ekki pestsækin en ég er komin á síklalyf en lygg en alveg bakk.
'A sumardaginn fyrsta í fyrra fór ég með sjúkrabíl á sjúkrahús vegna sýkingar á hættulegu stigi.
Semsagt ekkert að þessum bíl....bara beinverkir er nú en með Ameríska drauminn Range Rover,inni í myndinni:) kanski er ég bara með óráði.

Gleðilegt sumar:)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband