24.12.2008 | 03:30
Jólakveðjur:):)
Allt tilbúið á þessum bæ eftir maraþon törn í dag en í morgun var ég nú ekki björt fannst ég eiga allt eftir að gera en setti bara nítroið á eins okkur húsmæðrum er lagið
Hundastelpurnar mínar fjórar búnar að fara í jólabað en það gekk nú á ýmsu en þær eru voða fínar núna Lét nú vera að baða Kisu Björku enda sér hún nú um það sjálf blessunin enda mundi ég ekki þora því fyrir mitt litla líf kattar kvikindið er svo grimm
Mágur minn kom hér í heimsókn með jólapakka ég botnaði ekkert í því hvað hann var HOPPANDI glaður en það var nú ekki af því að sjá mig og hann var ekki glaður hann var hoppandi af því að Rosy hin fræga beit hann hvað eftir annað í lappirnar ég hafði nú lúmngst gaman af enda er hún ekki nema þrjú kíló en heldur að hún sé Shafer 'Eg fékk að heira það að þetta væri eins og hjá Dagfinni dýralækni hér á bæ
Gleðileg jól
Athugasemdir
gleðileg jól elsku Helena mín og hafðu það rosalega gott um jólin
Ég ætla loksins að slaka á - alveg komin tími á það...
Love
Bjarney Hallgrímsdóttir, 24.12.2008 kl. 09:46
Rosy er bara alveg eins og Máni, ef það kemur eitthvað fólk sem honum líkar ekki við þá bara glefsar hann í það . Við erum búin að taka hundana hjá okkur og baða þá. en það er svo stutt síðan við böðuðum kisurnar að við létum það eiga sig núna .
Gleðileg jól til ykkar allra elskan.
p.s. mudu að taka myndir af skottunni okkar þegar hún fer að opna pakkana það er svo gaman að sjá svipinn á henni .
Ég knúsa þig svo á morgun þegar þið komið með villinginn minn heim.
Ástarkveðja Inga.
Inga Margrét (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:33
Já varð nú að segja ykkur kæru lesenur að það var nú ekki nóg með að blessaður virðulegi mágur minn færi allur bitinn af henni Rosy minni héðan út neiiiiiiiiii hann datt fyrir utan hjá mér í hálkunni en það varð honum til lífs að það er hurðarhúnn á húsinu og hann hafði að grýpa í hann en í fallinu losnaði hurðarhúninn af þannig að nú opnum við bara fyrir fólki en mikið vesen að komast inn í slotið
Það er nú bara svona í kreppunni maður er farin að líftryggja alla
Verið velkomin í heimsókn
Helena, 26.12.2008 kl. 02:29
Hehehe, skemmtileg færsla hjá þér og comment (er að tala um mág þinn)
Jólaknús
Svanhildur Karlsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:45
Jólaknús elsku systir ... meira vesenið að þú þurfir að líftryggja alla gesti .. en ég skil þig .. allur er varinn góður ... fólk á bara að skríða auðvitað þegar það er í þinni nálægð ... !!!!!
Maddý (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:44
Gleðilega hátíð Helena mín.
Við ættum kannski að setja Rosy og Mána saman einhverstaðar þar sem að þau geta ekki glefsað í gesti sem koma til okkar :S
Mánadís er öll að koma til og er bara hress miðað við allt :D
Svo kemur skottan okkar til þín aftur fyrir áramótin ( hún vill hvergi annatstaðar vera en hjá þér á þessum tíma ) hún var ekkert smá glöð yfir að fá að vera hjá ykkur á aðfangadag og er búin að ákveða að vera hjá ykkur annan hvern aðfangadag héðan í frá ;o)
Knús og kossar til þín elskan
luv Inga.
Inga (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.