30.4.2008 | 04:52
Minning um kæran vin.
Þann 26 Marz dó besti vinur minn,hann hafði átt við veikindi að stríða í þó nokkurn tíma en talaði lítið um það,hann vann fram á hinsta dag ,hann stóð meðan stætt var.'Eg hitti hann kvöldið fyrir andlátið en þá var hann að fara að vinna en hann hafði verið næturvörður í Hveragerði í mörg ár.
Það er svo sárt þegar náin vinur eða ættingi kveður ,við viljum bara hafa allt eins og það var en við verðum víst að sætta okkur að þetta er lífsins gangur og blessa minningu hins látna.
'Ulfar vinur minn átti þrjá litla hunda sem honum þótti mikið vænt umFyrir mörgum árum er hann átti bara hana Rosy sína (en hún er svolítið strokugjörn) þá skeður það á köldum Sunnudags morgni að 'Ulfar er að fá sér morgun kaffið sitt að venju,hann var nú bara í náttfötunum sem voru ekki efnismikil Hann þurfti að henda út ruslapoka,opnar smá rifu á útidyrnar til að smegja pokanum út , ætlaði sér að henda honum í tunnuna seinna um daginn.Rosy var nú snögg að sjá þessa smugu og þaut út og 'Ulfar á eftir en ekki gafst tími til að fara í spjarirnar Rosy hleypur hratt þó lítil sé,en það gerðu nú sumir líka og var hlaupið í gegnum garða,fram hjá eldhúsgluggum stokkið yfir girðingar og veinað hástöfum Rosy,Rosy,engin sá Rosy í öllum látunum en fólk hugsaði sitt hvað voru sumir að hlaupa úti hálfnaktir á Sunnudagsmorgni í vitlausu veðri ???og hver var þessi ROSY????!!! Rosy náðist en mikið hlógum við að þessu lengi á eftir, því nú kæmist sú saga af stað að kallinn orðin endanlega vitlaus hlaupandi á eftir draumadísinni sem hann einn sá.
'Eg skrifa þessa spaugilegu sögu til þess að minna mig á hvað þessi kæri vinur skilur eftir sig skemmtilegar minningar,ég er svo þakklát að hafa átt hann sem vin
En hvar haldið þið að Rosy sé???? Nú auðvitað hjá mér. en tvítugur sonur minn hljóp mjög fáklæddur hér í Hveragerði fyrir stuttu kallandi Rosy,Rosy.....
Athugasemdir
Góðir vinir eru ekki á hverju strái og um að gera að halda í góðu minningarnar þegar vinir falla frá.
Svo verð ég að fara að koma og sjá þessa einu sönnu Rosy sem lætur karlmennina hlaupa kallandi á eftir sér ;o)
Knús kæra vinkona.
Inga (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.